Málstofa ungs fólks í Dalvíkurbyggð

Mánudaginn 9. febrúar næstkomandi kl. 15.00 – 17.30 í Víkurröst á Dalvík, stendur Æskulýðsvettvangurinn fyrir fundi með ungu fólki og þeim sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í Dalvíkurbyggð

Viðfangsefni fundarins er skipt upp í fjóra flokka, menntun, íþróttir og æskulýðsmál, samfélagið mitt og listir og menning. Fundarformið skiptist upp í fjórar 20 mínútna lotur. Allir þátttakendur fá að koma sínum skoðunum á framfæri í öllum flokkunum.
Allt ungt fólk er velkomið, þátttaka er ókeypis og verða léttar veitingar í boði.

Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar hvetur ungmenni á svæðinu að mæta á þennan fund.