Magnús Þorgeirsson bauð lægst í göngustíg og áningarstað við Ólafsfjarðarvatn

Fjallabyggð hefur samþykkt að taka tilboði Magnúsar Þorgeirssonar í gerð göngustígs og áningarstaðar við Ólafsfjarðarvatn en þrjú tilboð bárust í verkið. Magnús var lægstbjóðandi þegar tilboð voru opnuð í verkið með rúmar 8,5 milljónir króna, en Smári ehf var næstur honum með um 8.8 milljónir í verkið. Kostnaðaráætlun var 9.944.750 kr.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Sölvi Sölvason kr. 11.953.100.
Smári ehf. kr. 8.843.749.
Magnús Þorgeirsson kr. 8.543.250.