Rétt eftir miðnætti í nótt var maður handtekinn á Siglufirði en hann hafði verið tilkynntur til Lögreglunnar með ógnandi tilburði og sagðist vera vopnaður hnífi. Sérsveit RLS á Akureyri var kölluð út vegna mannsins og hélt af stað á vettvang en stuttu síðar náðu lögreglumenn á Siglufirði að handtaka hann án vandkvæða og var hann færður á lögreglustöðina á Akureyri og vistaður þar.