Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hyggst koma upp lystigarði við hlið Alþýðuhússins á Siglufirði þar sem hún vill koma upp skúlptúragarði. Lystigarðurinn ber nafnið Garður. Til þess að þetta verði að veruleika vill Aðalheiður fá úthlutaðri lóðinni Túngötu 22. Markmikið er að skúlptúragarðurinn verði opinn fyrir gestum og heimamönnum.
Markmiðið er að koma upp ævintýralegum skúlptúrgarði sem byggir á gömlum íslenskum hefðum með steinhleðslu og torfi, handverki og þjóðsögum, í bland við lifnaðahætti dagsins í dag. Garði
þar sem gestir og heimamenn geta fundið athvarf fyrir hugmyndaflug og einveru, en einnig notið samvista við náttúru, listaverk og aðra gesti.
þar sem gestir og heimamenn geta fundið athvarf fyrir hugmyndaflug og einveru, en einnig notið samvista við náttúru, listaverk og aðra gesti.
Nú þegar eru komin tvö stór verk í garðinn, Álfhóll og Bergmyndir og verður þriðja stóra verkinu sem ber heitið Samvöxtur komið fyrir í garðinum næsta sumar. Einnig er þar komið verk eftir Harald Jónsson og væntanlegt er verk eftir Brák Jónsdóttur.