Skíðafélag Dalvíkur býður nú eftir almennilegu frosti til að hefja snjóframleiðslu á Böggvisstaðafjalli á Dalvík. Félagið tók nýlega að sér verkefni sem beðið hefur verið eftir, en með hjálp margra styrktaraðila þá hefur verið sett upp lýsing á skautasvellið á Stórhólstjörn í Dalvíkurbyggð.
Fyrir þá sem ekki vita þá er í boði fríir skautar og hjálmar á góðviðrisdögum upp á Stórhólstjörn.