Lykilmaður skrifar undir hjá KF

Sóknarmaðurinn Oumar Diouck hefur skrifað undir nýjan samning hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar fyrir tímabilið 2021.
Oumar kom til KF á síðasta tímabili og spilaði 19 leiki og skoraði 12 mörk í þeim og var einn af lykilmönnum síðasta tímabils. Hann er fæddur árið 1994 og er með belgískt vegabréf og lék nokkra leiki fyrir yngri landslið Belga.
Hann spilaði áður með kanadíska úrvalsdeildarliðinu FC Edmonton árið 2019 og lék 26 leiki og skoraði 6 mörk fyrir liðið. Árin á undan lék hann í 2. deildinni í Belgíu með ýmsum liðum.
Hann segir ástæðuna fyrir því að koma til Íslands vera sú að hann hafi átt erfiðan tíma eftir að hafa misst mömmu sína, og hann vildi vera innan um fólk sem kynni að meta hann sem manneskju og fótboltamann.
May be an image of 1 einstaklingur