Lyfjaþróunarfyrirtæki skapar um 10 ný störf á Siglufirði með nýrri verksmiðju

Lyfjaþróunarfyrirtækið Genis hefur kynnt áform sín um að setja upp verksmiðju á Siglufirði til framleiðslu á afurðum sínum.

Þeir vöruflokkar sem þróaðir hafa verið eru lyf sem að vinnur á sjúkdómum sem eiga uppruna sinn í bólgum í líkamanum og beinfyllingarefni sem örvar vöxt beinfruma.
Framtíðar starfsemi félagsins mun verða í húsnæði við smábátahöfnina þar sem að bátasmiðjan Siglufjarðar Seigur er nú til húsa.

Miklar breytingar verða gerðar á útliti hússins til að aðlaga það að byggingum á svæðinu.
Starfsemi félagsins mun fara hægt af stað en áætlað er að framleiðsla byrji snemma árs 2013.  Þá er gert ráð fyrir að um tíu starfsmenn vinni við verksmiðjuna í upphafi.
Á aðalfundi félagins var ákveðið að auka hlutafé félagsins um fimm hundruð milljónir til að fjármagna uppbyggingu á framleiðslueiningunni og til frekari rannsókna.

Ekki kemur fram í tilkynningu hvað verður um strandblakvöllinn sem er fyrir framan húsnæðið, en á teikningum virðist ekki gert ráð fyrir blakvelli á lóðinni.

Sjá nánari yfirlitsmyndir á Siglo.is

Húsnæði Genis hf.