Lyfjaafgreiðslunni í Ólafsfirði lokað

Lyfjaafgreiðslan á Hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði hefur verið lokað um óákveðin tíma. Lyf verða framvegis aðeins afgreidd í Siglufjarðar apóteki. Viðskiptavinir eru beðnir um að hringja á undan og láta taka saman lyfin til að stytta biðina í apótekinu. Siglufjarðar apótek tekur ekki á móti lyfjum til eyðingar á meðan smithætta er af völdum Covid19.