17. júní í Ólafsfirði

Í ár heldur Lýðveldið Ísland upp á 75 ára afmæli. Af því tilefni verður íbúum og gestum í Fjallabyggð boðið upp á Lýðveldisköku á 17. júní við Þjóðlagasetrið á Siglufirði kl. 12:15 og við Tjarnarborg í Ólafsfirði kl. 15:00.

Lýðveldiskakan er í boði Landssambands bakarameistara og forsætisráðuneytisins og bökuð af Aðalbakaríinu á Siglufirði.

Landssamband bakarameistara hefur hannað Lýðveldiskökuna í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Boðið verður upp á kökuna í miðbæ Reykjavíkur og verður hún 75 metrar á lengd. Þá verður einnig boðið upp á a kökuna í þeim bæjarfélögum þar sem félagsmenn í Landssambandi bakarameistara reka bakarí og verður sú kaka 75 metrar á lengd sem skiptist niður á viðkomandi bæjarfélög. Fjallabyggð fær 4 metra af kökunni.

Lýðveldiskakan er er þriggja botna mjúk súkkulaðikaka með karamellu- rjómaostakremi og Odense marsipani.

Heimild og mynd: fjallabyggd.is