Lýðheilsugöngur um allt land

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða á öllu landinu og eru einn af hápunktum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka um 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Fjallabyggð hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu með FÍ og eru bæjarbúar hvattir til að taka þátt.

Nokkra lýðheilsugöngur verða í Fjallabyggð og hefst fyrsta gangan í dag, 7. september í Ólafsfirði. Fararstjóri er Harpa Hlín Jónsdóttir. Mæting er kl. 16.50 við ÚÍF húsið, keyrt verður  fram að Reykjum í einkabílum, gengið upp að Reykjafossi og áfram upp Reykjadalinn eftir slóða. Ganga við allra hæfi og allir velkomnir.

Fararstjórar í Fjallabyggð eru Harpa Hlín Jónsdóttir (Ólafsfjörður) og Gestur Hansson (Siglufjörður).

Næstu göngur verða sem hér segir:

Miðvikud. 7. sept. kl. 16:50 – Gengið upp að Reykjafossi og upp Reykjadal við Ólafsfjörð

Miðvikud. 13. sept. kl. 16:50 – Gengið með Hörpu Hlín við Ólafsfjörð
Miðvikud. 13. sept. kl. 18:00 – Gengið með Gesti Hansa við Siglufjörð

Miðvikud. 20. sept. kl. 16:50 – Gengið með Hörpu Hlín við Ólafsfjörð
Miðvikud. 20. sept. kl. 18:00 – Gengið með Gesti Hansa við Siglufjörð

Miðvikud. 27. sept. kl. 16:50 – Gengið með Hörpu Hlín við Ólafsfjörð
Miðvikud. 27. sept. kl. 18:00 – Gengið með Gesti Hansa við Siglufjörð

Athugið að allar göngur taka mið af færð og veðri hverju sinni og gætu færst til ef veður er slæmt.