Lýðheilsugöngur í Fjallabyggð í september
Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða vítt og breitt um landið nú í september og ætlar sveitarfélagið Fjallabyggð að vera með í ár eins og í fyrra. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði og verður brottfaratími frá kl. 17:00-18:00 eftir færð, veðri og gönguleið. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Fyrsta gangan verður þann 5. september með Ferðafélagi Ólafsfjarðar og gengið verður í Siglufjarðarskarð. Farastjóri er Harpa Hlín Jónsdóttir.
Texti: fjallabyggð.is
