Lýðheilsugöngur í Fjallabyggð á miðvikudag

Miðvikudaginn 19. september verða lýðheilsugöngur í Fjallabyggð.  Í Ólafsfirði verður gengið með Hörpu Hlín Jónsdóttur inn Egilsdal í Ólafsfirði. Gengið verður inn í Kálfsárskál og jafnvel uppá brúnirnar á Barkakollunni ef veður og göngugarpar vilja.  Mæting kl. 17:30 við Vallarhús Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Sameinast í bíla. Göngutími er  2 klst. Ganga á allra færi. Klæðnaður eftir veðri, góðir skór og stafir.

Á Siglufirði kl. 18:00 verður gengið með Gesti Hansa í Skollaskál. Mæting planið við Siglufjarðarflugvöll kl. 18:00.  Göngutími er 2 klst. Ganga á allra færi.