Lummudagar í Skagafirði

Lummudagar í Skagafirði hófust í gær með fjölbreyttri dagskrá. Í dag er svo sápubolti, götugrill og tónleikar. Dagskránna næstu tvo daga má sjá hér fyrir neðan.

Föstudagurinn 24 júní
Kl. 16:00 – Sápubolti í Ártúninu. Skráning fer fram á staðnum kl 15:45.
Kl. 19:00 – Götugrill. Við hvetjum alla til að slá saman í götugrill í sínum götum. Val er um að hafa götugrill á föstudeginum eða laugardageginum.
Kl.20:00 – Tónleikar VSOT verða haldnir í Bifröst.

Laugardagurinn 25 júní
Kl.13:00 – Fjölskylduskemmtun hjá Crossfit 550 að Borgarflöt 5.
Þrautabraut sem allir geta spreytt sig á og pylsur í boði fyrir alla.
Kl.13:00 – Hafdís og Klemmi. Leikrit verður flutt í Sauðárkrókskirkju. Allir krakkar velkomnir á þessa stórskemmtilegu sýningu.
Kl.14:00 – Götumarkaður í Aðalgötu.
(Þeir sem ætla að vera með borð á markaðinum mæti kl 13:00 til að velja sér stað og stilla upp).
Kl.15:00 – BMX Brós verða með sýningu og námskeið við Aðalgötu. Ekki missa af þessu!
Kl.20:30 – Drangey music festival!

 

lummudagar