DalvíkRáðhús Dalvíkur

Umhverfisstofnun hefur gert athugasemdir við losunarstaði fyrir úrgang í Friðlandi Svarfdæla. Bent er á að báðir losunarstaðir séu reknir án starfsleyfis auk þess sem starfsemin samræmist ekki reglum um Friðland Svarfdæla og sé ekki heimild fyrir í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar.

Umhverfisstofnun hefur óskað eftir upplýsingum frá Dalvíkurbyggð um hvernig sveitarfélagið hyggst bregðast við ábendingunum.

Framkvæmdasvið og skiplagsráð Dalvíkurbyggðar hyggst að finna aðra losunarstaði sem eru í samræmi við stefnu gildandi Aðalskipulags og sækja um starfsleyfi fyrir nýjum stöðum.