Múlagöng verða lokuð vegna vinnu við sprengingar annað kvöld (þriðjudagskvöld) frá kl: 23.00 til 06.30 á miðvikudagsmorgun. Vinna við á Múlagöngum er nú hafin og verða nokkrar næturlokanir næstu vikur. Tilkynnt verður um þær með minnst dags fyrirvara.
Það skal tekið fram að viðbragðsaðilar geta farið um göngin án tafa þó lokun standi yfir. Vegagerðin vonar að vegfarendur taki þessu vel og sýni ýtrustu aðgát við akstur í göngunum meðan á þessu stendur.

Vegagerðin.