Lokuðu leikskóladeild vegna veikinda starfsmanna

Föstudaginn 1. september síðastliðinn varð að loka deildinni Nautaskál á leikskólanum Leikskálum á Siglufirði vegna manneklu. Um var að ræða veikindi starfsmanna, en Nautaskál er yngsta deildin á leikskólanum. Aldrei áður hefur þurft að loka deild á leikskólanum en einnig vantaði starfsfólk af öðrum deildum þennan daginn. Fimmtán börn eru á deildinni og þurftu þau að vera heima hjá foreldrum og forráðamönnum þennan eina dag. Starfsmenn deildarinnar náðu að jafna sig yfir helgina og voru mættur til vinnu á mánudeginum.