Loksins sigur hjá KF

KF og Njarðvík áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu í kvöld á Ólafsfjarðarvelli. KF hafði aðeins náð einu jafntefli í síðustu 5 leikjum og vann síðast sigur á Reyni Sandgerði á Siglufjarðarvelli 31. maí. Í kvöld varð hins vegar breyting á. Leikmenn KF léku með sorgarbönd vegna andláts Þorvaldar Jónssonar sem var áður markmaður hjá Leiftri.

Edin Beslija skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik fyrir KF og var staðan 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik. Í síðari hálfleik jafnaði Njarðvík leikinn með marki frá Stefáni Jóhannessyni. KF gafst ekki upp og skoraði tvö mörk í viðbót í síðari hálfleik, en Jakob Hafsteinsson og Gabríel Reynisson skoruðu sitthvort markið. 3-1 heimasigur á Ólafsfjarðavelli og KF komið með 11 stig eftir 10 leiki.