Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnaði í morgun kl. 11 og verður opið til kl. 16 í dag. Loksins eru lyfturnar farnar í gang og snjór í brekkunni. Snjó hefur vantað á svæðið síðan í desember þegar stóð til að opna svæðið, en óvanlegt er að svo mikil seinkun sé á opnun.
Þurr snjór er í brekkunum og frost -8.
Göngubraut verður tilbúin kl. 13:00 í Hólsdal.