Talningu er lokið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Á kjörskrá við lok kjörfundar voru 4401 manns. Alls greiddu 2714 atkvæði, kjörsókn var því 61,7 %. Auð og ógild voru 78 atkvæði.

Níu einstaklingar buðu sig fram í prófkjörinu og kosið var um sex sæti. Niðurstaðan er bindandi fyrir þá frambjóðendur sem hlutu 50% greiddra atkvæða.   

Þegar úrslit voru kunn lýsti Tryggvi Þór yfir því að Facebook-síðu sinni að hann hygðist hætta í pólitík og snúa aftur til starfa á sviði hagfræði og viðskipta.

Niðurstöður eru eftirfarandi:

Í 1. sæti var Kristján Þór Júlíusson með 2223 atkvæði.      

2.  (í 1.–2. sæti) var Valgerður Gunnarsdóttir með 1291 atkvæði.  

3.  (í 1.–3. sæti) var Ásta Kristín Sigurjónsdóttir með 1158 atkvæði.         

4.  (í 1.–4. sæti) var Jens Garðar Helgason með 1278 atkvæði.       

5.  (í 1.–5. sæti) var Erla S. Ragnarsdóttir með 1529 atkvæði.      

6.  (í 1.–6. sæti) var Bergur Þorri Benjamínsson með 1752 atkvæði.          

Aðrir hlutu færri atkvæði.

Heimild: xd.is