Félag um Síldarævintýri hefur skilað lokaskýrslu til Menningarnefndar Fjallabyggðar um hátíðina 2011. Guðmundur Skarphéðinsson var framkvæmdarstjóri hátíðarinnar. Talið að gestir hafi verið á bilinu 6-7000 talsins. Á heildina litið tókust hátíðarhöldin afar vel.

Guðmundur Skarphéðinsson hefur lýst sig reiðubúinn til að taka að sér framkvæmdarstjórn Síldarævintýris 2012 ásamt stjórn félags um Síldarævintýri, sem í eru ásamt Guðmundi, Aníta Elefsen, Ægir Bergsson, Gunnar Smári Helgason, Sandra Finnsdóttir og Hilmar Þór Elefsen.
Menningarnefnd Fjallabyggðar mælir með því að Guðmundur Skarphéðinsson verði ráðinn framkvæmdarstjóri Síldarævintýris 2012 og að verksamningur 2011 verði endurnýjaður.