Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur gegn Leikni Reykjavík, laugardaginn 13. apríl kl. 14 á Leiknisvelli í Reykjavík. Leikurinn er síðasti leikur liðanna í Lengjubikarnum í knattspyrnu þetta árið.

KF er í neðsta sæti riðilsins og hlotið eitt stig í sex leikjum. Leiknir er með 7 stig fyrir leikinn og getur náð 4. sætinu með sigri.