Lokaleikur KF í 1. deild í bili

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur sinn síðasta leik í 1. deild karla í knattspyrnu í bili. Klukkan 14 hefst leikurinn gegn Selfossi á Selfossvelli. KF er með 18 stig eftir 21 leik og er þegar fallið, en Selfoss er í 8. sæti með 27 stig. KF tapaði síðasta leik 0-7 gegn Grindavík og vilja eflaust bæta það upp í dag. KF vann fyrri leikinn gegn Selfossi 2-1 á Ólafsfjarðarvelli í sumar.

KF fékk 13 stig í fyrstu 11 leikjunum, en aðeins fengið 5 stig til þessa í síðari umferðinni.