Lokaleikur KF er í kvöld

Leiktíma KF og Völsungs hefur verið breytt vegna slæmrar veðurspár á laugardaginn. Leikið verður í dag, föstudaginn 23. september kl. 16:30 á Ólafsfjarðarvelli. Um er að ræða leik í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu. KF er þegar fallið en Völsungur hefur tryggt sér sæti í deildinni að ári.  KF getur endað með 15 stig með sigri í dag. Völsungur vann fyrri leik liðanna í sumar 3-1 á Húsavík.