Lokaleikur KF deildinni

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur lokaleik sinn í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn er Grótta kemur í heimsókn, en gestirnir hafa þegar tryggt sér sæti í 1. deild karla á næstu leiktíð ásamt Fjarðabyggð.

KF er í 7. sæti deildarinnar og getur ekki fallið. Fimm lið berjast við fall í lokaumferðinni og er því mikið undir í þeim leikjum. Leikurinn hefst kl. 14 á Ólafsfjarðarvelli á laugardaginn.

Völsungur frá Húsavík eru neðstir með 19 stig og eru líklegir til að falla í 3. deildina.