Lokaleikir karlaliðs KF/Dalvíkur á ReyCup

Lokaleikir riðlakeppni 4. flokks karla B og C liða KF/Dalvíkur fóru fram í dag. B-lið KF/Dalvíkur hóf daginn á 1-0 sigri gegn Val og léku svo síðar í dag gegn Breiðablik í miklum markaleik en lokatölur þar urðu 3-3. Liðið endaði því með 4 stig á mótinu með 10 mörk skoruð og 21 fengið á sig. B liðið leikur um 9.-10. sætið á morgun gegn Þrótti.

C lið KF/Dalvíkur lék loka leik sinn í dag gegn CFBL FC og lauk leiknum með 0-2 sigri CFBL FC. Liðið endaði með 3 stig á mótinu með 5 mörk skoruð og 13 mörk fengin á sig. Liðið leikur úrslitaleik um 9.-10. sætið á morgun við Njarðvík.

10403226_277279792459886_4821753693187898028_n 10468681_277279915793207_4005219134833735970_n 10426158_277279972459868_4152571235000060106_n