Lokahóf yngri flokka KF á laugardaginn

Lokahóf yngri flokka KF verður haldið laugardaginn 15. september klukkan 16:30 í vallarhúsinu á Ólafsfirði. Þennan sama dag  klukkan 14:00 leikur meistaraflokkur félagsins gegn Gróttu síðasta heimaleik sumarsins og verður lokahófið því strax að þeim leik loknum.

Boðið verður uppá mat og drykk og er ætlunin að grilla hamborgara og pylsur handa iðkendum, veita verðlaun fyrir afrakstur sumarsins ásamt því að eiga góða stund og ljúka þar með glæsilegu knattspyrnusumri hjá yngri flokkum KF.

Ætla má að hófið taki í kringum eina og hálfa til tvær klukkustundir þannig að áætluð lok eru á milli 18:00 – 18:30.

Við hvetjum alla iðkendur til þess að mæta og að sjálfsögðu eru foreldrar einnig velkomnir með.

 

Heimild: www.kfbolti.is