Lokahóf Skíðafélags Ólafsfjarðar

Mánudaginn 7. maí s.l. var haldið lokahóf Skíðafélags Ólafsfjarðar fyrir veturinn 2011-2012 í skíðaskálanum í Tindaöxl. Mæting var frábær bæði hjá krökkunum og foreldrum. Veittar voru viðurkenningar fyrir Ólafsfjarðarmót og Fjallabyggðarmót auk þess sem úr hópi 12 ára og yngri voru veittar viðurkenningar fyrir ástundun, framfarir og hvatningarverðlauna. Einnig voru kjörnir skíðamenn ársins hjá 13 ára og eldri auk þess sem skíðamaður Ólafsfjarðar 2011 var krýndur. Ennfremur voru tilkynnt úrslit úr M/B CUP mótaröðinni.

Í skíðagöngu fengu þau Eggert Axelsson og Hólmfríður Sturludóttir hvatningarverðlaun og fyrir ástundun. Í alpagreinum voru það Sigrún Ólfjörð Daníelsdóttir, Dagný Lára Heiðarsdóttir og Hildur Diljá Tryggvadóttir fengu viðurkenningar fyrir ástundun, framfarir og hvatningarverðlaun.

  • Gönguskíðastúlka 2012 13-16 ára var kjörin Jónína Kristjánsdóttir
  • Alpagreinastúlka 2012 13-16 ára var kjörin Alexía María Gestsdóttir
  • Gönguskíðastrákur 2012 13-16 ára var kjörinn Marinó J Sigursteinsson
  • Gönguskíðakona 2012 var kjörin Magnea Guðbjörnsdóttir
  • Gönguskíðamaður 2012 var kjörinn Sævar Birgisson

Einnig var kríndur Skíðamaður Ólafsfjarðar 2011 og var það Sævar Birgisson.