Lokahóf KF

Ef það er ekki tími til að fagna 1. deildar sætinu nú um komandi helgi þá kemur sá tími aldrei.

Lokahóf meistaraflokks KF verður haldið laugardaginn 29. september í Allanum á Siglufirði. Boðið verður uppá fordrykk, kvöldverð og frábæra skemmtidagskrá.

  • Húsið opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst 20:00
  • Veislustjóri verður Sólmundur Hólm Sólmundarson eftirhermukóngur Íslands.

Að lokahófi loknu hefst dansleikur og verður hann í umsjá Gunnars Ólasonar úr Skítamóral ásamt hljómsveit og munu þeir leika alla helstu slagara Skítamórals. Dansleikurinn hefst klukkan 00:00.

  • Ársmiðahafar KF eiga rétt á einum miða á lokahófið, athugið að dansleikur er ekki innifalinn.
  • Verð á lokahóf er 3.500 kr, á lokahóf og dansleik 5.000 kr og á dansleikinn eingöngu 2.000 kr.

Síðasti skráningardagur á lokahóf er miðvikudagur 26. september. Skráning fer fram hjá Brynjari í síma 898-7093 eða á kf@kfbolti.is

Aldurstakmark á lokahófið er 18. ára.

 

Texti og mynd: Innsent efni / KFbolti.is