Lokaðir vegir á Norðurlandi vegna veðurs

Veðurútlit um Norðanvert landið er slæmt um helgina og búast má við lokunum á vegum. Veðurstofan er með appelsínugula viðvörun á Norðurlandi vestra í gildi fram kvöld. Vegfarendur sem þurfa að komast á milli staða eru beðnir að breyta ferðaplönum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar nú í morgun.

Öxnadalsheiði er lokuð, einnig Þverárfjall og Vatnsskarð, annars er hálka eða hálkublettir eru flestum leiðum á Norðurlandi.