Lokaðar götur á Siglufirði vegna malbikunar

Vegna malbikunar Hvanneyrarbrautar utan Túngötu á Siglufirði á morgun, miðvikudag kl. 9:00 – 22:00, verða götur lokaðar fyrir umferð sem hér segir:

  • Hvanneyrarbraut verður lokuð frá Þormóðsgötu að Fossvegi en íbúar við Hvanneyrarbraut 22-36 geta keyrt að húsi sínu.
  • Túngata verður lokuð frá Þormóðsgötu en íbúar við Túngötu 25- 43 geta keyrt að húsi sínu
  • Hlíðarvegur verður lokaður við Hvanneyrarbraut.
Mynd og texti: Fjallabyggð.is

Íbúar við Hvanneyrarbraut þar sem malbikun fer fram eru beðnir um að færa bíla sína. Hjáleiðir verða merktar.