Lokadagur Vetraleika í Fjallabyggð í dag

Síðasti dagur Vetrarleikanna í Fjallabyggð er í dag, sunnudag 6.mars. Þá verða tveir viðburðir á dagskránni:

  • Ólafsfjarðarmót í svigi hefst kl. 13.00 ath. að mótið er fyrir yngri hóp, mót fyrir eldri hóp verður seinna. Mæting kl 12:15 og brautarskoðun kl 12:45
  • Kl. 15:00 verður myndlistarsýning nemenda úr 1. – 4. bekk á Siglufirði haldin í Bláa húsinu á Rauðkutorgi og þar verður einnig sögusýning frá Ungmennafélaginu Glóa. Þar má sjá fjölda mynda úr sögu félagsins, búninga, verðlaunagripi og ýmislegt fleira frá þeim tæpu 22 árum sem félagið hefur starfað.
  • Kl. 15:30 verður farið í leiki fyrir utan Bláa húsið og er því upplagt fyrir börn (og foreldra) að koma klædd eftir veðri og skella sér í fjörið.

24716232504_f33e667c6a_z