Lokadagur Blúshátíðar í Ólafsfirði

Í dag lýkur blúshátíðinni Blue North Music Festival í Ólafsfirði. Leiksýning verður í sundlauginni í hádeginu og útimarkaður við Menningarhúsið Tjarnarborg ásamt lifandi tónlist. Djassdúett  verður á Kaffi Klöru og lýkur hátíðinni með tónleikum í Tjarnarborg í kvöld.

Laugardagur 25.júní

Sundlaug Ólafsfjarðar kl. 12:00

 •   Sigrid Keunen (Belgíu)  stjórnar uppsetningu á leiksýningunni Eldfuglinn með börnum úr Fjallabyggð og Dalvík.

Menningarhúsið Tjarnarborg kl. 13:00-16:00

 •   Útimarkaður – ýmsir aðilar með söluborð
 •   Lifandi tónlist

Skráning á útimarkað fer fram hjá Gísla Rúnari í síma 863-4369 eða á gislirunar4@gmail.com borðið kostar kr. 1.500.-

Kaffi Klara kl. 15:00-17:30

 •   Djass-dúettinn Marína & Mikael. Á efnisskránni eru gömul djasslög í glænýjum og áður óheyrðum útsetningum með brakandi nýjum textum á íslensku og ensku, ásamt þeirra uppáhalds djasslögum.

Menningarhúsið Tjarnarborg kl. 21:00

 •   Tónleikar og uppskeruhátið.  Fram koma:
 • Eyþór Ingi Gunnlaugsson ásamt Gunnlaugi Helgasyni, Guito Thomas, Magnúsi G. Ólafssyni, Rodrigo Lopes og Dagmanni Ingvasyni.
 • Blúsrokkarinn Beggi Smári og Bexband
 • Beggi Smári gítar/vox
  -Pétur Sigurðsson bassi
  -Pétur Daníel Pétursson trommur
 • Einnig koma fram listamenn sem komið hafa fram á Blue North Music festival frá miðvikudegi til laugardags.

Miðaverð 2.500 kr.

Tjarnarborg