Tónlistarhátíðin Berjadagar í Ólafsfirði klárast í dag með nokkrum viðburðum. Hátíðinni lýkur í kvöld með tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju og í Tjarnarborg menningarhúsi.

Fjórði hátíðardagur Berjadaga 2023 býður upp á messu, samverustund, myndlistarsýningu og göngu í náttúrunni.

AÐGANGUR ÓKEYPIS!

kl. 11:00-12:00: Messa í Ólafsfjarðarkirkju
kl. 12:30-13:00: Samverustund í Kvíabekkjarkirkju
kl. 13:00-17:00: Myndlistarsýningin „Alklæddur kofi og könnur“ og
tónleikar
kl. 17:00-19:00 Göngutúr Berjadaga – Árdalur

//

MESSA Í ÓLAFSFJARÐARKIRKJU kl. 11

Sr. Stefanía Steinsdóttir þjónar fyrir altari og leikin verða blönduð verk sem ylja um hjartarætur.
Að lokinni messu geta þeir sem vilja verið í samfloti til að skoða Kvíabekk. Viðburðurinn þar heitir ,Samverustund í Kvíabekkjarkirkju’.

Allir velkomnir!
Aðgangseyrir: 0 kr.

//

SAMVERUSTUND Í KVÍABEKKJARKIRKJU 12:30

Að lokinni messu verður efnt til samverustundar í Kvíabekkjarkirkju sem undanfarið hefur verið í endurbyggingu. Rifjuð verður upp saga kirkjunnar, sungið og flutt íslenska þjóðlagið Litlu börnin leika sér í nýrri útsetningu, en lagið ritaði séra Bjarni Þorsteinsson eftir séra Emil Guðmundssyni (f.1865 d. 1907) sem var prestur á Kvíabekk um aldamótin 1900 og birti það í Þjóðlagasafni sínu. Anna María Guðlaugsdóttir, formaður Hollvinafélags Kvíabekkjakirkju ávarpar samkunduna.

Allir velkomnir!
Aðgangseyrir: 0 kr.

//

Myndlistarsýning og tónleikar:
„ALKLÆDDUR KOFI OG KÖNNUR“ + GUITO OG RODRIGO

Helga Pálína Brynjólfsdóttir textíllistakona
Margrét Jónsdóttir leirlistakona

HVENÆR: 13:00-17:00
HVAR: Litla-Sveit í landi Þóroddsstaða*
TÓNLEIKAR kl. 13:15-13:45: Stuttu eftir að sýningin opnar halda Guito Thomas (gítar og söngur) og Rodrigo Lopes (slagverk) stutta tónleika þar sem leikin verður brasilísk tónlist.

ATH: Sýningin er einnig opin föstudaginn 4.ágúst frá kl. 13-17 og þá verða einnig stuttir tónleikar kl. 13:15 þar sem Sólveig Thoroddsen leikur á hörpu og syngur.

UM SÝNINGUNA:

Myndlistarsýningin Alklæddur kofi og könnur er hluti Berjadaga 2023 og vísa könnurnar í nafni sýningarinnar til þjóðsögunnar um Sýrstein, sem stendur við veginn neðan Litlu-Sveitar. Þar segir frá ferðamanni sem sofnaði við steininn, þreyttur og þyrstur mjög. Þegar hann vaknaði stóð hjá honum drykkjarkanna full með ákjósanlegasta sýrudrykk, sem ferðamaðurinn gerði sér gott af,
þó honum væri fullkomlega hulið hvaðan slíkur óskadrykkur gæti kominn verið. Nafnið fékk steinninn af þessu atviki.

*LEIÐARVÍSIR:
Litla-Sveit er sumarbústaður, byggður 1935 og endurgerður 1987-2001. Eigendur eru listakonurnar og frænkurnar Helga Pálína Brynjólfsdóttir og Margrét Jónsdóttir, sem bjóða til sýningar á Berjadögum 2023, dagana 4. og 6. ágúst frá kl 13:00 til 17:00.

Píramídaþök kofans stingast eins og nornahattar upp úr umhverfinu þegar ekið er eftir vegi 802 milli Auðna og Þóroddsstaða, vestan megin í Ólafsfirði. Litla-Sveit er 5 km frá Ólafsfjarðarbæ, eystri byggðakjarna Fjallabyggðar, milli Auðna og Þóroddsstaða. Kvíabekkjarkirkja er nokkru sunnar sömu megin.

Allir velkomnir!
Aðgangseyrir: 0 kr.

//

GÖNGUTÚR BERJADAGA UM ÁRDAL kl.16:45

Hist við Kaffi Klöru kl. 16:45 og keyrt sem leið liggur út á Kleifar til að labba saman í náttúrunni. María Bjarney Leifsdóttir íþróttafrömuður í Ólafsfirði leiðir gönguna. Hún fræðir okkur um flóruna, sveppina og lyngið enda öllum hnútum kunnug í dölum Ólafsfjarðar.

Allir velkomnir!
Aðgangseyrir: 0 kr.

 

Loka hátíðarkvöld (Sunnudagskvöld)

ágúst 6 @ 20:00 – 22:30

LOKAKVÖLD BERJADAGA:

Seldir miðar við innganginn

Fyrri hluti kl. 20:00-20:45 Ólafsfjarðarkirkja – Kristjana Arngríms syngur ,,Ástar og tregatóna”

Seinni hluti kl. 21:30 – 22:15 Menningarhúsið Tjarnarborg – Brasilísk sveifla

 

//

 

KRISTJANA ARNGRÍMS OG AVE SILLAOTS í kirkjunni kl. 20:00

Kristjana Arngrímsdóttir söngur

Ave Kara Sillaots harmónikka

Hin vel þekkta vísnasöngkona Íslands Kristjana Arngrímsdóttir mun flytja blíðukennda dagskrá með Ave Kara á harmónikku. Saman flétta þær tangó og ástarsöngvum inn í þetta lokakvöld Berjadaga. Njótið vel!

 

Farið yfir í Tjarnarborg

kl. 21:30

 

BRASILÍSK SVEIFLA – Tjarnarborg kl. 21:30-22:15

Guito Thomas gítar og söngur

Rodrigo Lopes slagverk

Einar Bjartur Egilsson píanó

Guito Thomas og Rodrigo Lopes búa í Fjallabyggð og gleðja nú gesti Berjadaga enn á ný með frábærum tónlistarflutningi. Inn í brasilíska rytma fléttar Einar Bjartur Egilsson píanóleikari tónsmíðum af plötu sinni „Kyrrð“ sem kom út árið 2022.

 

Miðar á tix.is