Lokað um Víkurskarð og Öxnadalsheiði

Vegirnir um Öxnadalsheiði og Víkurskarð eru lokaðir og einnig er lokað yfir Mývatns – og Möðrudalsöræfi.  Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Norðurlandi, snjókoma eða él og skafrenningur og versnandi veður.  Þetta kemur fram á vef Vegagerðinnar í dag.

Vaxandi norðaustanátt, hvassviðri eða stormur í nótt og á morgun með snjókomu, hvassast N- og V-til, en úrkomumest N- og A-lands.