Lokað til Fjallabyggðar og snjóflóðahætta á Tröllaskaga

Fjölmargir vegir eru nú lokaðir og ófærir á Norðurlandi og slæmt ferðaveður er á svæðinu. Lokað er til Siglufjarðar frá Hofsósi. Lokað er milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Lokað er um Vatnsskarð, Þverárfjall og Öxnadalsheiði. Lokað eru um Víkurskarð. Ófært er milli Blönduóss og Skagastrandar.

Mikil snjóflóðahætta er á utanverðum Tröllaskaga.