Lokað til Fjallabyggðar

Siglufjarðarvegur er nú lokaður vegna snjóflóða hættu. Hættustigi var lýst yfir í dag laugardag kl. 19:20 í Ólafsfjarðarmúla og er vegurinn lokaður. Þá er Lágheiðin einnig ófær.

Þetta kemur fram á vef og kortum frá Vegagerðinni. Þeir sem eru á ferðinni ættu að fylgjast vel með upplýsingum frá Vegagerðinni.