Lokað er yfir Þverárfjall og Öxnadalsheiði

Lokað er yfir Þverárfjall og Öxnadalsheiði samkvæmt upplýsingum hjá Vegagerðinni.  Þótt víða sé ekki fyrirstaða á vegum er stórhríð um mestallt svæðið og sumstaðar gríðarlega blint.  Óvissustig er í gildi á Siglufjarðarvegi.

Búið er að loka Víkurskarði en einnig Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna veðurs. Ófært er á Hófaskarði. Hríðarveður er á öllu Norðausturlandi.

Þeir sem eru á ferðinni ættu að fylgjast vel með fréttum og færð á vef Vegagerðarinnar.