Lokað á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla

Siglufjarðarvegur er lokaður utan Fljóta vegna snjóflóðahættu og Ólafsfjarðarmúli sömuleiðis kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar nú í morgun. Óveður er í Héðinsfirði. Öxnadalsheiði er ófær og þar er stórhríð.  Óveður er nú í Húnavatnssýslum og sumstaðar hált. Ófært er yfir Þverárfjall en á Vatnsskarði er hálka og skafrenningur.

Spá um óveðrið virðist vera að ganga eftir í öllum aðalatriðum og nær veður um norðvestanvert landið hámarki um miðjan daginn. Áfram verður þó hríðarveður og skafrenningur með litlu skyggni í allan dag. Austantil á Norðurlandi verður vindur hægari, 13-18 m/s og hríð á fjallvegum ofan 200-300 metra en krapi á láglendi. Skörp skil vinds og hita verða lengst af við Eyjafjörð, en norðaustantil kólnar og hvessir með kvöldinu.

Norðurland