Loka Aðalgötu á Siglufirði í sumar

Lokun á Aðalgötu á Siglufirði verður til reynslu nú í sumar.  Talað hefur verið við alla verslunar- og veitingamenn við götuna um lokunina. Aðalgata verður lokuð frá Túngötu að Grundargötu en akstursleið verður eftir Lækjargötu.

Lokunin verður frá 15. júní til 15. ágúst. Allir þjónustuaðilar við götuna taka erindinu fagnandi.  Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar hefur lagt til að þessi tilraun verði gerð í sumar.

Mynd: Héðinsfjörður.is