Opið hús var á lögreglustöðinni á Þórshöfn fimmtudaginn 10. september síðastliðinn í tilefni þess að endurbótum á lögreglustöðinni er lokið. Miklar og góðar breytingar hafa verið gerðar á lögreglustöðinni og eru lögreglumenn sammála um að mjög vel hafi til tekist. Af þessu tilefni var tækifærið notað og varðstjórar frá Fjallabyggð, Akureyri og Húsavík ásamt yfirmönnum heimsóttu Þórshöfn til að hitta lögreglumenn þar og aðra íbúa sem gáfu sér tíma til að líta við.