Lögreglunemar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi á vegum verkefnis sem nefnist Nordcop og er samstarfsverkefni norrænna lögregluskóla og koma nemar til Íslands og kynna sér löggæslu á Íslandi og lögreglunemar héðan fara til hinna Norðurlandanna. Nemarnir voru með lögreglu á Akureyri í byrjun vikunnar og kynntu sér aðstöðuna, verkefni og ræddu við lögreglumenn og fræddust um löggæslu hér á hjara veraldar. Svo fóru nemarnir ásamt lögreglumanni í Þingeyjarsýslu og kynntu sér aðstöðuna á Húsavík og fengu fræðslu hjá lögreglumönnum þar um það stóra verkefni þegar það gaus í Holuhrauni og verkefni því tengdu. Síðan var farið í skoðunarferð að Þeistareykjavirkjun og tók Björn Halldórsson yfirmaður öryggismála þar á móti hópnum og kynnti fyrir þeim uppbygginguna og framvindu. Á leiðinni til baka var komið stoppað við Æðarfossa við Laxá og í Samgönguminjasafninu í Ystafelli.