Lögreglumaður synti úr Drangey í Skagafirði

Lögreglumaðurinn Jón Kristinn Þórsson synti frá Drangey í gærkvöldi í leiðinda veðri og í land. Jón Kristinn er í sérsveit lögreglunnar og er fjórði lögreglumaðurinn sem syndir úr Drangey í Skagafirði. Tók þetta alls þrjá klukkutíma að synda í land en leiðin er 7 kílómetrar. Jón Kristinn kom við í Grettislaug í Skagafirði eftir sundið þar sem myndin er tekin.

Grettislaug

 

 

 

 

 

 

 Mynd frá Facebooksíðu Drangeyjarferða.