Við embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra eru lausar til umsóknar staða lögreglumanns.  Starfsstöðin er á Sauðárkróki. Skipað verður í stöðuna frá og með 1. september næstkomandi.

Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins og vera sjálfstæðir í vinnubrögðum þar sem umsækjandi þarf að vera undir það búinn að vinna að einhverju leyti einn. Leitað er að einstaklingi með góða samskipta- og samstarfshæfni, vandvirkni, þjónustulund og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að umsækjendur hafi góða almenna tölvukunnáttu.

Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2015.

Nánari upplýsingar á Starfatorgi.

Logreglan