Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra óskaði er heimild Fjallabyggðar fyrir því að staðsetja heimastöð dróna á þaki Ráðhúss Fjallabyggðar á Siglufirði. Bæjarráð Fjallabyggðar fundaði um málið og hafnaði erindinu í ljósi þess að lögreglan sér um rekstur og utanumhald á drónanum.
Heppilegra væri að dróninn og heimastöðin yrði staðsett við lögreglustöðina í Fjallabyggð.