Um tvö leytið í nótt var ofurölvi einstakling hjálpað heim til sín á Akureyri af Lögreglu. Heimferðin hjá einstaklingnum gekk ekki betur en svo en hann var orðinn ansi lúinn rétt fyrir utan heimili sitt. Lögreglumenn aðstoðuðu manninn og komu honum heim til sín.
Um þrjú leytið í nótt barst önnur tilkynning til Lögreglunnar á Akureyri um ofurölvi einstakling í miðbænum. Sjúkraflutningamenn auk lögreglu fóru á vettvang og var einstaklingurinn fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.