Lögreglan heimsótti Grímsey
Í vikunni fóru þrír starfsmenn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra til Grímseyjar ásamt starfsmanni frá Veðurstofu Íslands. Tilefni ferðarinnar var að halda íbúafund með íbúum Grímseyjar og fara yfir löggæslumál, almannavarnamálefni, jarðskjálftavá og fleira. Mjög góð mæting var á fundinn og var hann bæði fræðandi og gagnlegur fyrir alla.
