Um kl. 20:30 í gærkvöldi fékk lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um mögulega vímaðan ökumann á ferðinni þar sem maðurinn hafði einnig veist að konu og síðan ekið í burtu eftir það. Lögreglumenn sáu bifreiðina, gáfu stöðvunarmerki sem ökumaður sinnti ekki og ók áfram á miklum hraða og skapaði með aksturslagi sínu mikla hættu og viðhafði vítaverðan akstur mót einstefnu og yfir umferðareyjar.

Eftir nokkurra mínútna eftirför sem endaði við iðnaðarbil í bænum stökk maðurinn út úr bifreiðinni en náðist skömmu síðar og var handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan vistaður í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.

Bíllinn á myndinni tengist ekki málinu.