Lögreglan á Norðurlandi eystra, Akureyri óskar eftir vitnum að umferðaróhappi í gær þann 14.08 um kl.16:00 þar sem ekið var á hjólandi vegfaranda sem slasaðist þó ekki við óhappið en varð fyrir eignatjóni. Ökumaður bifreiðarinnar ók af vettvangi án þess að gæta að vegfarandanum. Óhappið varð á gangbraut á Hlíðarbraut, norðan við Hlíðarfjallsveg. Ef einhver hefur orðið þessa var er sá hinn sami beðinn að setja sig í samband við lögregluna á Akureyri í síma 444-2800. Umræddur ökumaður er einnig hvattur til að gefa sig fram.