Um fimm leytið í nótt kom tilkynning til Lögreglunnar á Norðurlandi eystra um slagsmál í miðbæ Akureyrar. Lögregla var við vettvang og sáu lögreglumenn hvar menn voru að slást.

Beita þurfti piparúða til að tryggja öryggi á vettvangi. Ekki kom þó til handtöku en lögregla aðstoðaði þá er urðu fyrir áhrifum piparúðans.

Rætt var við fólk á vettvangi og var lögregla með viðveru þar til ástand róaðist.