Lög Sigfúsar Halldórs í Menningarhúsinu Tjarnarborg

Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20:00 verða tónleikar í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Leikin og sungin verða lög Sigfúsar Halldórssonar sem ýmsir flytjendur úr Fjallabyggð koma að, meðal annars einsöngvarar og kórar.  Kynnir kvöldsins verður Guðmundur Ólafsson leikari og leikstjóri hjá Leikfélagi Fjallabyggðar.